Erlent

60 reknir úr starfi í Bosníu

Sextíu háttsettir embættismenn voru reknir úr starfi í Bosníu í dag, fyrir að framselja ekki Radovan Karadits, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba. Karadits er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins, Breska, stýrir málum í Bosníu, fyrir vesturveldin. Það var hann sem tak embættismennina sextíu. Meðal þeirra sem voru reknir er Dragan Kalinits, þingforseti, en hann er leiðtogi Serbneska lýðræðisflokksins, sem Karadits stofnaði á sínum tíma. Vesturveldin hafa ekki gripið til svona harkalegra aðgerða gegn Serbum síðan Bosníustríðinu lauk, árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×