Erlent

Sprengja flokksskrifstofur

Uppreisnarmenn í Írak sprengdu í dag skrifstofur stjórnmálaflokks írakska forsætisráðherrans Iyad Allawi í borginni Baquba. Fyrr um daginn hafði handsprengjum verið kastað að skrifstofum annars stjórnmálaflokks í borginni með þeim afleiðingum að þrír létust. Mikið ber á uppreisnarmönnum þessa dagana, þegar heimastjórn Íraka býr sig undir að taka við stjórn landsins 30. júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×