Erlent

Schröeder segir frekar af sér

Gerhard Schröeder kanslari Þýskalands segist frekar segja af sér en að breyta stefnu sinni í efnahagsmálum. Schröeder tapaði stórt í Evrópuþingkosningunum og sveitarstjórnarkosningum í Þýskalandi um síðustu helgi, en þverneitar þrátt fyrir það að fara að ráðum háttsettra samflokksmanna sinna um að tóna niður efnahagsstefnu sína, í þeirri von að vinna aftur atkvæði. Schröeder hefur verið kanslari Þýskalands í sex ár og samkvæmt dagblaðinu Bild hefur hann að minnsta kosti átta sinnum hótað að segja af sér á þeim tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×