Réttað yfir auðjöfri 16. júní 2004 00:01 Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira