Erlent

Höfða mál gegn ríkissaksóknara

Samtök gegn spillingu hafa höfðað mál til að fá ákvörðun ríkissaksóknara Ísraels hnekkt, en hann ákvað í gær að sækja Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ekki til saka. Sharon sætti rannsókn vegna aðildar að máli kaupsýslumannsins Davids Appels, sem var sagður hafa borið fé í Sharon og son hans í von um fyrirgreiðslu. Saksóknari sagði ekki nægar sannanir fyrir hendi til að höfða mál, og eru samtökin gegn spillingu ósammála þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×