Einni og hálfri öld á eftir áætlun 15. júní 2004 00:01 Ríki heims eru svo fjarri markmiðum sínum um að draga úr fátækt í heiminum að það tekur sennilega eina og hálfa öld að ná þeim markmiðum sem menn höfðu sett sér að ná í Afríku fyrir árið 2015. Þetta eru orð Mark Malloch Brown, yfirmanns Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Á þúsaldarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir fjórum árum settu ríki heims sér það markmið að minnka fátækt um helming fyrir árslok 2015. "Næsta ár, 2005, er árið sem ræður úrslitum," sagði Brown. Hann sagði að á þeim tíma þyrfti að setja mikinn kraft í fjárfestingu og umbætur í Afríku. "Jafnvel þá er hæpið að markmiðin náist. Mat Þróunarstofnunarinnar, út frá því hvernig þetta hefur gengið, er að Afríka nái ekki markmiðum um að draga úr fátækt um helming fyrr en árið 2147." Brown segir að það þurfi ekki mikið til þess að fara megi nálægt því að ná markmiðunum 2015. Fyrir brot af því sem Íraksstríðið kostaði mætti draga verulega úr atvinnuleysi og tryggja fólki öruggt drykkjarvatn. Öruggt drykkjarvatn var annað markmið sem þær 189 þjóðir sem studdu ályktun þúsaldarráðstefnunnar samþykktu að stefna að. Önnur markmið þúsaldarráðstefnunnar voru að tryggja framboð á grunnskólamenntun öllum til handa, bæta líf þeirra sem búa í fátækrahverfum stórborga, draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar og annarra sjúkdóma, draga úr bilinu á milli ríkra og fátækra ríkja og efla umhverfisvernd. Vandinn er ekki aðeins sá að ríki heims hafi ekki staðið sig sagði Brown. "Fjárfestingin sem er þörf á er meiri en sú sem almannavaldið eitt og sér ræður við," sagði Brown. Hann sagði að það sem vantaði væri sterk innkoma fjárfesta í fátækum ríkjum. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Ríki heims eru svo fjarri markmiðum sínum um að draga úr fátækt í heiminum að það tekur sennilega eina og hálfa öld að ná þeim markmiðum sem menn höfðu sett sér að ná í Afríku fyrir árið 2015. Þetta eru orð Mark Malloch Brown, yfirmanns Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Á þúsaldarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir fjórum árum settu ríki heims sér það markmið að minnka fátækt um helming fyrir árslok 2015. "Næsta ár, 2005, er árið sem ræður úrslitum," sagði Brown. Hann sagði að á þeim tíma þyrfti að setja mikinn kraft í fjárfestingu og umbætur í Afríku. "Jafnvel þá er hæpið að markmiðin náist. Mat Þróunarstofnunarinnar, út frá því hvernig þetta hefur gengið, er að Afríka nái ekki markmiðum um að draga úr fátækt um helming fyrr en árið 2147." Brown segir að það þurfi ekki mikið til þess að fara megi nálægt því að ná markmiðunum 2015. Fyrir brot af því sem Íraksstríðið kostaði mætti draga verulega úr atvinnuleysi og tryggja fólki öruggt drykkjarvatn. Öruggt drykkjarvatn var annað markmið sem þær 189 þjóðir sem studdu ályktun þúsaldarráðstefnunnar samþykktu að stefna að. Önnur markmið þúsaldarráðstefnunnar voru að tryggja framboð á grunnskólamenntun öllum til handa, bæta líf þeirra sem búa í fátækrahverfum stórborga, draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar og annarra sjúkdóma, draga úr bilinu á milli ríkra og fátækra ríkja og efla umhverfisvernd. Vandinn er ekki aðeins sá að ríki heims hafi ekki staðið sig sagði Brown. "Fjárfestingin sem er þörf á er meiri en sú sem almannavaldið eitt og sér ræður við," sagði Brown. Hann sagði að það sem vantaði væri sterk innkoma fjárfesta í fátækum ríkjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira