Erlent

Mesti halli í sögunni

Fjórða mánuðinn í röð mældist viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd meiri en hann hafði nokkru sinni áður mælst í sögunni. Viðskiptahallinn nam um 3.400 milljörðum króna í apríl, samkvæmt nýbirtum tölum. Nýtt met hefur verið sett í hverjum mánuði það sem af er þessu ári og er útlit fyrir að viðskiptahalli þetta árið verði meiri en nokkru sinni áður í sögunni. Í fyrra nam hann andvirði rúmra 35.000 milljarða króna og er búist við að hann verði enn meiri í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×