Erlent

Horfurnar ekki góðar

"Einungis tíminn getur leitt í ljós hvernig öryggismálum verður háttað í framtíðinni. En horfurnar eru ekki ýkja góðar," sagði kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í gær þegar hann var spurður út í hvort koma mætti öryggismálum í Írak í gott horf. Annan gaf til kynna að nokkuð væri í að Sameinuðu þjóðirnar gætu látið til sín taka í Írak vegna þess hversu mikil hætta stafaði af hryðjuverkum. Starfslið Sameinuðu þjóðanna fór frá Bagdad eftir að sprenging í aðalstöðvum samtakanna þar banaði 22. Nær 30 manns hafa látist í þremur sprengjuárásum síðustu tvo daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×