Erlent

Indverji handtekinn

Lögregluyfirvöld á Indlandi yfirheyrðu í fyrradag indverskan viðskiptamann sem grunaður er um að hafa selt leynilegar upplýsingar um kjarnorkuáætlun Indverja. Maðurinn var framseldur til Indlands frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardag en þar var hann handtekinn. Lögreglan í Duabai handtók manninn, Akhtar Hussain Ahmed, þar sem hann reyndi að selja erlendri sendinefnd hinar leynilegu upplýsingar. Ekki lá ljóst fyrir frá hvaða landi sú sendinefnd var en málið er litið alvarlegum augum á Indlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×