Erlent

22 löggur létust

22 nepalskir lögreglumenn létu lífið og fimmtán til viðbótar særðust þegar bíll sem þeir voru í lenti á jarðsprengju sem maóískir uppreisnarmenn höfðu komið fyrir. Lögreglumennirnir voru á tveimur bílnum. Fremri bíllinn lenti á jarðsprengjunni og gjöreyðilagðist. Nær allir sem í honum voru létust, aðrir særðust illa. Nokkrir lögreglumannanna sem voru í seinni bílnum særðust, annars vegar af völdum sprengingarinnar og hins vegar í skotbardaga við uppreisnarmenn sem fylgdi í kjölfarið. Uppreisn maóista hefur staðið síðan 1996 og kostað 9.500 manns lífið. Þeir vilja afnema konungsdæmið í Nepal og koma á kommúnistaríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×