Erlent

Hryðjuverkunum 11. sept. frestað

Rannsóknarnefnd, sem skoðað hefur hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, telur að þeim hafi verið frestað. Upphaflega hafi staðið til að fremja ódæðin um vorið það ár, en þar sem höfuðpaur hryðjuverkamannanna, Mohammed Attah, hafi ekki verið tilbúinn þá, var þeim frestað. Fram til þessa hafa alríkislögreglumenn haldið því fram að hryðjuverkin hafi verið skipulögð með dagsetningu í kringum 11. september í huga og að varadagsetning hafi verið síðar sama ár. Washington Post greinir frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×