Erlent

Óttast nýtt borgarastríð

Bardagar í austurhluta Kongó og misheppnuð tilraun til að steypa stjórn landsins af stóli hafa vakið ótta manna um að friðurinn sem komst á árið 2002 kunni að vera úti. Talið er að alla vega 3,3 milljónir manna hafi látið stríðið í borgarastríði sem skók landið á árunum 1998 til 2002 en hæsta mat á mannfalli í borgarastríðinu hljóðar upp á fimm milljónir. Hvora töluna sem menn nota er um að ræða mannskæðasta stríð í sögu Afríku. Í gær bárust fréttir af bardögum norður af borginni Bukavu, í austurhluta landsins nálægt landamærunum að Rúanda. Í byrjun mánaðarins féll borgin í hendur uppreisnarmönnum en stjórnarherinn náði henni fljótt á sitt vald. Bardagarnir í gær fengust þó ekki staðfestir. Jarðsprengjur og vopnaðir menn hamla samgöngum, sagði Sebastien Lapierre, talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×