Erlent

Vopnahléið út um þúfur

Þrír öryggisverðir voru skotnir til bana í árás á þorp í suðausturhluta Tyrklands í fyrrinótt. Talið er að kúrdískir uppreisnarmenn beri ábyrgð á drápunum en þeir sögðu á dögunum að einhliða vopnahlé sem þeir lýstu yfir fyrir fimm árum síðan væri ekki lengur í gildi. Murat Karayilan, einn af leiðtogum uppreisnarmanna, neitaði bænum um að virða vopnahléið. "Við munum svara þeim sem vilja útrýma okkur," sagði hann. "Ef öryggissveitir sýna okkur skilning verður hófsöm vörn möguleg. En það er ekki hægt að brjóta varnir okkar niður algjörlega."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×