Erlent

Ísraelar beina augum frá átökum

Fréttir af ófriðarástandi í Ísrael hafa vikið fyrir forræðadeilu milli hjóna og líffræðilegra foreldra þrettán mánaða drengs þeirra sem vilja fá hann aftur. Líffræðileg móðir barnsins hafði skilið við mann sinn þegar hún ákvað að láta barnið til ættleiðingar. Hún skipti um skoðun þegar barnið var þriggja mánaða gamalt. Við héraðsdóm tapaði hún málinu en líffræðilegi faðirinn áfrýjaði. Dóms er beðið frá hæstarétti Ísraels. Allt frá skemmtikraftar til rabbía hafa rætt málið í fjölmiðlum. Baráttunni hefur verið líkt við úrskurð Salómons í Biblíunni, sem vildi skipta barni í tvennt til að fá úrskurð um hvor tveggja kvenna ætti lítinn dreng. Móðirin ákvað þá að gefa sinn hluta eftir en fékk barnið að launum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×