Erlent

Tveir drepnir á sólarhring

Tveir háttsettir embættismenn voru drepnir í Írak um helgina. Þeir voru báðir ráðnir af dögum í höfuðborg landsins Bagdad en menningarfulltrúi írakska menntamálaráðuneytisins, Kamal Jarrah, var skotinn fyrir utan heimili sitt í Gasalíja-hverfinu og aðstoðarutanríkisráðherra landsins, Bassam Kubba, var myrtur á leið sinni til vinnu. Auk þeirra tveggja var írakskur landafræðiprófessor, Sabri al-Bayati, skotinn til bana er hann var á leið frá háskólasvæðinu í Bagdad á sunnudagsmorgun. Að sögn búðareiganda í nágrenninu var hleypt þremur skotum af byssu áður en al-Bayati féll í götuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×