Sport

Þórarinn tryggði sigurinn

Þórarinn Kristjánsson, var bjargvættur Keflvíkinga og ekki í fyrsta skiptið þegar hann tryggði liði sínu 1–0 sigur í uppgjöri nýliðanna í Keflavík í gær. Markið skoraði hann af stuttu færi á 73. mínútu eftir langt innkast og skot frá Sreten Djurovic. Leikurinn var skelfilega lélegur og einn sá lélegasti leikur sem boðið hefur verið upp á í deildinni til þessa. Víkingar voru betri aðilinn eins og oft í leikjum sínum í sumar og áttu að minnsta kosti skilið eitt stig en lánleysi þeirra endurspeglar stöðu þeirra á botni deildarinnar með aðeins 1 Stefán Gíslason, miðjumaðurinn sterki í liði Keflavíkur, var sáttur með stigin þrjú þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. „Það verður að viðurkennast að þetta var skelfilega slakt hjá okkur í dag. Það er erfitt að spila á móti liði sem kemur ekki inn á völlinn til að spila fótbolta og því miður duttum við niður á sama plan og þeir. Í leik eins og þessum eru það hinsvegar stigin þrjú sem skipta máli. Þau eru í höfn hjá okkur og því getum við ekki verið annað en sáttir,“ sagði Stefán eftir leikinn en Keflvíkingar eru eftir nú aðeins stigi á eftir toppliði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×