Erlent

Mannræningja ákaft leitað

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leituðu í gær ákaft að bandarískum ríkisborgara sem rænt var um helgina. Maðurinn, Paul M. Johnson, er talinn vera í haldi hryðjuverkahóps á vegum al Kaída sem þegar hefur lýst yfir ábyrgð sinni á morði á öðrum Bandaríkjamanni sem drepinn var í höfuðborginni Riyadh um helgina. Greint var frá því í gær að lík af manni, sem væri hugsanlega Vesturlandabúi, hefði fundist fyrir utan herstöð í höfuðborginni í gær en lögregluyfirvöld neituðu þeim fréttum. Í yfirlýsingu frá al Kaída kemur fram að samtökin hyggist koma eins fram við gísla sína og bandarískir hermenn hafi komið fram við íraska fanga. Það þykir benda til að gíslarnir verði látnir sæta margslegu harðræði, þ. á m. kynferðislegu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×