Erlent

Buðu smokka og herbergi

Foreldrum útskriftarnema í bandarískum miðskóla var ofboðið þegar þeir fengu bréf, að því er virtist frá skólayfirvöldum, þar sem skýrt var frá því að boðið yrði upp á getnaðarvarnir á útskriftarballinu. Einnig stæðu hótelherbergi til boða þeim nemendum sem hefðu áhuga á því. Athugun leiddi í ljós að bréfið var ekki frá skólayfirvöldum heldur óprúttnum prakkara sem falsaði bréfsefni skólans og sendi út eftir nafnalista sem hann komst yfir. Sá á ekki von á góðu því málið verður kært til lögreglu. Nemar eru alla jafna sautján eða átján ára þegar þeir útskrifast úr miðskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×