Erlent

Hvetur til rannsókna á Alzheimer

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hvetur stjórnvöld til að veita meira fé til rannsókna á Alzheimer sjúkdómnum. Kerry hefur haft hægt um sig opinberlega eftir að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti, lést fyrir viku en Reagan var haldinn Alzheimer í meira en áratug. Í útvarpsávarpi í dag gagnrýndi hann Bush forseta fyrir að draga úr rannsóknum á fósturvísum, en fræðimenn telja að stofnfrumur fósturvísa séu lykillinn að því að uppræta sjúkdóminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×