Ómarkviss fiskveiðistjórnun 12. júní 2004 00:01 Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir vinnu við endurskoðun úthafssamnings Sameinuðu þjóðanna að hefjast. Hann segir mikilvægt að sjávarútvegsráðherrar Norður-Atlandshafslanda vinni saman í þeim málum og hafi áhrif: "Satt að segja hefur fiskveiðistjórnun á úthafinu utan lögsagna ríkja ekki ekki verið eins markviss og árangursrík og nauðsynlegt væri." Sjávarútvegsráðherrar Færeyja, Grænlands, Kanada, Noregs og Rússlands ásamt sendifulltrúa Evrópuráðsins og Árna hittust um helgina í Stykkishólmi og ræddu verðmætaaukningu sjávaraflans, samvinnu í kynningu sjávarafurðanna sem heilsusamlega vöru og nauðsyn þess að berjast gegn misvísandi umfjöllunum um fiskveiðar á mörkuðum heimsins. Árni segir ekki óalgengt að erlendir fjölmiðlar birti neikvæðar fréttir af fiskafurðum og innihaldi þeirra. Í sjómannadagsræðu sinni sagði Árni að áróður gegn fiskafurðum gæti með skjótum hætti bitnað á útflutningstekjum landsins. Hann sagði stórfyrirtæki eins og hið franska Carrefour og McDonalds setji eigin kröfur. "Fyrirtækin gera ríka kröfu um öryggi matvæla og sjálfbærni og nú þegar hefur starfsfólk sjávarútvegsráðuneytisins þurft að gefa skýringar á því hvers vegna við veiðum umfram það aflamark sem er ákveðið í upphafi hvers fiskveiðiárs." Aðspurður segir Árni fyrirspurnirnar hafa haft góð áhrif. "Við vorum að fá símhringingu frá Frakklandi að Carrefour hefði auglýst í stóru frönsku blaði að þeir keyptu aðeins fisk frá Íslandi af því að veiðarnar væru sjálfbærar og aðeins væri veitt á línu." Árni segir að löndin við Norður-Atlandshafið hafi mikla sameiginlega hagsmuni í sjávarútvegi og séu háð hvert öðru vegna viðskipta. "Við eigum öll það sameiginlegt að vel sé staðið að fiskveiðum í heiminum almennt og að það fari gott orð af fiskveiðum og sjávarafurðum. Sameiginlegir hagsmunir eru miklu meiri en það sem aðskilur okkur vegna samkeppni," segir Árni Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir vinnu við endurskoðun úthafssamnings Sameinuðu þjóðanna að hefjast. Hann segir mikilvægt að sjávarútvegsráðherrar Norður-Atlandshafslanda vinni saman í þeim málum og hafi áhrif: "Satt að segja hefur fiskveiðistjórnun á úthafinu utan lögsagna ríkja ekki ekki verið eins markviss og árangursrík og nauðsynlegt væri." Sjávarútvegsráðherrar Færeyja, Grænlands, Kanada, Noregs og Rússlands ásamt sendifulltrúa Evrópuráðsins og Árna hittust um helgina í Stykkishólmi og ræddu verðmætaaukningu sjávaraflans, samvinnu í kynningu sjávarafurðanna sem heilsusamlega vöru og nauðsyn þess að berjast gegn misvísandi umfjöllunum um fiskveiðar á mörkuðum heimsins. Árni segir ekki óalgengt að erlendir fjölmiðlar birti neikvæðar fréttir af fiskafurðum og innihaldi þeirra. Í sjómannadagsræðu sinni sagði Árni að áróður gegn fiskafurðum gæti með skjótum hætti bitnað á útflutningstekjum landsins. Hann sagði stórfyrirtæki eins og hið franska Carrefour og McDonalds setji eigin kröfur. "Fyrirtækin gera ríka kröfu um öryggi matvæla og sjálfbærni og nú þegar hefur starfsfólk sjávarútvegsráðuneytisins þurft að gefa skýringar á því hvers vegna við veiðum umfram það aflamark sem er ákveðið í upphafi hvers fiskveiðiárs." Aðspurður segir Árni fyrirspurnirnar hafa haft góð áhrif. "Við vorum að fá símhringingu frá Frakklandi að Carrefour hefði auglýst í stóru frönsku blaði að þeir keyptu aðeins fisk frá Íslandi af því að veiðarnar væru sjálfbærar og aðeins væri veitt á línu." Árni segir að löndin við Norður-Atlandshafið hafi mikla sameiginlega hagsmuni í sjávarútvegi og séu háð hvert öðru vegna viðskipta. "Við eigum öll það sameiginlegt að vel sé staðið að fiskveiðum í heiminum almennt og að það fari gott orð af fiskveiðum og sjávarafurðum. Sameiginlegir hagsmunir eru miklu meiri en það sem aðskilur okkur vegna samkeppni," segir Árni
Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira