Innlent

Fylgst með nýjum reinum

"Það er vel fylgst með því að ekki sé urðað hærra í nýjum reinum heldur en deiliskipulag segir til um," sagði Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingafulltrúi sveitarfélagsins Ölfuss, vegna ágreinings sem uppi er um urðun Sorpstöðvar Suðurlands. Talið er að sorphaugurinn sé nú orðinn fimm metrum hærri heldur en deiliskipulag segir til um. Sveitarstjórn Ölfuss hefur haft afskipti af málinu. Þá gætir viðvarandi óánægju meðal ábúenda í nágrenni við sorpstöðina. Sigurður sagði, að ekki yrði farið í að lækka hauginn nema að mjög vel athuguðu máli, þar sem af slíkum aðgerðum gæti stafað mengunarhætta vegna gasmyndunar og annars. Því væri í athugun hvað ætti að gera við eldri reinarnar. "Við erum með mælingamann sem fylgist grannt með þessu," sagði Sigurður. "Hann lætur okkur vita ef sorp í nýju reinunum fer hærra heldur en skipulagið segir til um."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×