Sport

Þórður Þórðarson framlengir hjá ÍA

Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna í knattspyrnu, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta hljóta að teljast gríðarlega góð tíðindi fyrir Skagamenn en Þórður spilaði alla leiki liðsins í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins. Þórður, sem er 32 ára og uppalinn Skagamaður, spilaði á Skaganum allt til ársins 1999 er hann hélt til Svíþjóðar og spilaði með Norrköping. Tveim árum síðar kom hann aftur heim og spilaði eitt tímabil með Val og eitt með KA áður en hann snéri aftur á Skagann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×