Einvígi eins og þau gerast best 19. nóvember 2004 00:01 "Öll pressan er á liði Barcelona fyrir þennan leik sérstaklega þar sem félagið hefur ekki unnið titil um árabil," lét framherji Real Madrid, Ronaldo, hafa eftir sér fyrir stórleik liðanna í kvöld. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð í landinu og þúsundir aðdáenda víða um heim sitja sem fastast meðan leikurinn stendur yfir. Hann segir fjölmiðla fara offari í umfjöllun sinni og að innan raða Real séu allir þokkalega rólegir þó að leiktíðin hafi byrjað dapurlega. "Við erum sallarólegir og engu skiptir hvort við töpum, gerum jafntefli eða vinnum þennan ákveðna leik. Úrslit hans munu ekki ráða því hvaða lið stendur uppi með titil að loknu mótinu í sumar. Aðspurður um erfiðustu mótherjana í liði Barca sagði Ronaldo að allir í liðinu væru toppleikmenn. "Ég hef alltaf gaman af að eiga við Xavi enda fádæma erfiður við að eiga. Ronaldinho þarf heldur engin orð að hafa um. Hann er baneitraður hvenær sem hann kemur nálægt boltanum." Þrátt fyrir ummæli Ronaldos er ljóst að leikurinn skiptir talsverðu máli. Fyrir utan að vera hið klassíska einvígi þar sem milljónir aðdáenda um víðan völl fylgjast með mun Barcelona skapa sér öfundsverða stöðu sigri liðið Real. Þá hefur félagið sjö stiga forskot á fjendur sína og þrátt fyrir að sá munur sé ekki mikill þegar meginhluti mótsins er enn eftir er erfitt að sjá mörg önnur lið á landinu rífa mörg stig af þeim meðan þeir leika eins og þeir hafa gert frá upphafi mótsins. Barcelona hefur hingað til skorað tvo til þrjú mörk að meðaltali í leik og aðeins fengið á sig sjö mörk. Real Madrid, á hinn bóginn, er enn afar brothætt þrátt fyrir að hafa náð sér upp úr þeirri lægð sem einkenndi leik liðsins til að byrja með. Margir eru ekki sannfærðir um að liðið sé komið á beinu brautina þrátt fyrir stórsigur á Albacete í síðustu umferð en sigur í kvöld mun að minnsta kosti tryggja hátt spennustig á toppi spænsku deildarinnar næstu vikurnar. albert@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
"Öll pressan er á liði Barcelona fyrir þennan leik sérstaklega þar sem félagið hefur ekki unnið titil um árabil," lét framherji Real Madrid, Ronaldo, hafa eftir sér fyrir stórleik liðanna í kvöld. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð í landinu og þúsundir aðdáenda víða um heim sitja sem fastast meðan leikurinn stendur yfir. Hann segir fjölmiðla fara offari í umfjöllun sinni og að innan raða Real séu allir þokkalega rólegir þó að leiktíðin hafi byrjað dapurlega. "Við erum sallarólegir og engu skiptir hvort við töpum, gerum jafntefli eða vinnum þennan ákveðna leik. Úrslit hans munu ekki ráða því hvaða lið stendur uppi með titil að loknu mótinu í sumar. Aðspurður um erfiðustu mótherjana í liði Barca sagði Ronaldo að allir í liðinu væru toppleikmenn. "Ég hef alltaf gaman af að eiga við Xavi enda fádæma erfiður við að eiga. Ronaldinho þarf heldur engin orð að hafa um. Hann er baneitraður hvenær sem hann kemur nálægt boltanum." Þrátt fyrir ummæli Ronaldos er ljóst að leikurinn skiptir talsverðu máli. Fyrir utan að vera hið klassíska einvígi þar sem milljónir aðdáenda um víðan völl fylgjast með mun Barcelona skapa sér öfundsverða stöðu sigri liðið Real. Þá hefur félagið sjö stiga forskot á fjendur sína og þrátt fyrir að sá munur sé ekki mikill þegar meginhluti mótsins er enn eftir er erfitt að sjá mörg önnur lið á landinu rífa mörg stig af þeim meðan þeir leika eins og þeir hafa gert frá upphafi mótsins. Barcelona hefur hingað til skorað tvo til þrjú mörk að meðaltali í leik og aðeins fengið á sig sjö mörk. Real Madrid, á hinn bóginn, er enn afar brothætt þrátt fyrir að hafa náð sér upp úr þeirri lægð sem einkenndi leik liðsins til að byrja með. Margir eru ekki sannfærðir um að liðið sé komið á beinu brautina þrátt fyrir stórsigur á Albacete í síðustu umferð en sigur í kvöld mun að minnsta kosti tryggja hátt spennustig á toppi spænsku deildarinnar næstu vikurnar. albert@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira