Erlent

Tíu farast við höfuðstöðvar

Að minnsta kosti tíu fórust í öflugri sprengingu við græna svæðið sem umlykur höfuðstöðvar Bandaríkjahers í Bagdad í morgun. Yfir fjörutíu slösuðust. Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða. Svo virðist sem sprengingin hafi orðið þar sem bílar bíða í röð eftir starfsfólki á græna svæðinu. Árásir á þeim stað eru mjög algengar, enda jafnan mikið af fólki á ferð þar á þessum tíma sólarhrings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×