Erlent

60 mannns í sjálfheldu í Skotlandi

Þyrlur þurfti til að bjarga nærri sextíu manns sem lentu í sjálfheldu eftir að skriður féllu á þjóðveg í Skotlandi í gær. Tvær skriður lokuðu um tuttugu bíla inni og segja björgunarmenn það mikla mildi að enginn skyldi slasast eða verða fyrir skriðu. Gríðarmikil rigning olli skriðunum og lögðu björgunarmenn kapp á að koma fólkinu á brott hið fyrsta, af ótta við að fleiri skriður kynnu að falla. Björgunaraðgerðirnar tóku nokkrar klukkustundir en bílarnir tuttugu eru enn fastir á þjóðveginum. Hægt er að sjá myndir frá skriðunum í Skotlandi úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×