Sport

Ægir með forystu

Sundfélagið Ægir er með forystu eftir tvær langsundsgreinar á bikarmóti Sundsambands Íslands sem hófst í gærkvöldi í Sundhöll Reykjavíkur. Ægir er með 2530 stig, Sundfélag Akraness er með 2268 stig, Sundfélag Hafnarfjarðar er í þriðja sæti með 2236 en Örn Arnarson syndir á nýjan leik fyrir SH. Meistarar tveggja síðustu ára, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, er í fjórða sæti. Keppni í fyrstu deild hefst á nýjan leik í dag klukkan þrjú og verður þá keppt í fjölmörgum greinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×