Erlent

Vinna skítverk fyrir Bush

John Kerry, forsetaefni Demókrata, segir þann hóp manna sem heldur uppi áróðri um að hann hafi ekki særst í Vietnamstríðinu vera að vinna skítverk fyrir Bush forseta. Hann segir áróðursherferðina kostaða af repúblikana frá Texas, heimafylki Bush forseta og skrýtið sé að Bush þegi þunnu hljóði um áróðurinn, þar sem hann hafi áður lýst því yfir að hann myndi aldrei efast um hermensku sína í Víetnam. Kerry segist hafa lært það í Vietnam að þegar ráðist sé á mann sé sókn besta vörnin og því hyggist hann svara gagnrýnendum fullum hálsi nú. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að afar lítill munur sé á Bush og Kerry, en Bush hefur þó enn vinninginn meðal hermanna, þar sem hann er tæpum tuttugu prósentustigum yfir Kerry.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×