Erlent

Vilja auðga úran

Til greina kemur að Íranir hefji auðgun úrans á ný, verði tillaga sem liggur fyrir alþjóða kjarnorkumálastofnuninni samþykkt. Þar eru Íranir fordæmdir fyrir að hafa ekki verið nægilega samvinnuþýðir við kjarnorkueftirlitsmenn. Mohammed Khatami, forseti Írans, segir Írani ekki hafa neinar siðferðilegar skulbindingar, sem komi í veg fyrir að þeir hefji auðgun úrans á ný, verði tillagan samþykkt. Bandaríkin og fjöldi Evrópuþjóða telur að Íranir auðgi úran til að framleiða kjarnorkuvopn, en ekki til friðsamlegra nota við orkuframleiðslu. Khatami sagði þrátt fyrir þetta ekki koma til greina, að Íranir segðu fyrir sitt leiti upp alþjóðasáttmálum um bann við kjarnorkuvopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×