Erlent

Hóta að drepa Johnson

Paul Johnsons, Bandaríkjamaður í gíslingu öfgamanna í Sádi-Arabíu, verður drepinn innan þriggja sólarhringa sleppi yfirvöld í landinu ekki fjölda fanga sem tengjast al-Qaeda. Íslömsk vefsíða birti í nótt myndbandsupptöku með Johnson, þar sem hann sést með bundið fyrir augu ásamt þeim sem halda honum föngnum. Í kjölfarið birtist maður með hettu, sem er kynntur á skjánum sem yfirmaður al-Qaeda í Sádi-Arabíu. Hét hann því að verja múslíma um víða veröld. Takmark al-Qaeda er að kollvarpa Saud-fjölskyldunni, sem ræður Sádi-Arabíu, og hrekja Vesturlandabúa þaðan. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segjast vera að skoða stöðuna og ráðfæra sig við Bandaríkjastjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×