Erlent

Olíuútflutningur stöðvast

Allur olíuútflutningur frá megin olíuútflutningshöfnum Íraks hefur stöðvast í vikunni vegna skemmdarverka og er óvíst hvenær hægt verður að hefja útflutning á ný. Tvær lykil olíuleiðslur hafa verið skemmdar undanfarna daga, og því geta Írakar ekki flutt út 1,6 milljónir olíufata daglega. Þessu til viðbótar var yfirmaður meginolíuframleiðandans í norðurhluta Íraks ráðinn af dögum í nótt. OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, birtu í morgun opið bréf til aðildarlanda sinna þar sem farið er fram á að þau auki framleiðslu sína til að slá á hátt olíuverð. Á heimsmarkaði hefur verðið lækkað lítillega undanfarið, og var í gær hæst 38 dollarar og 40 sent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×