Sport

Úrslit úr Meistaradeildinni

Þá er öllum leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu lokið. Í E-riðli tryggði PSV sig áfram í 16-liða úrslitin með 1-1 jafntefli við Arsenal. Andre Ooijer kom Hollendingunum yfir á 8. mínútu en Thierry Henry jafnaði á þeirri 31. og þar við sat. Lauren og Patrick Vieira fengu báðir rautt spjald hjá Arsenal í kvöld. Í hinum leiknum gerðu Rosenborg og Panathinaikos 2-2 jafntefli í Noregi. Michalis Konstantinou kom Grikkjunum yfir á 16. mínútu en Thorstein Helstad jafnaði á þeirri 68. Rudolf Skacel kom Grikkjunum í 2-1 tveim mínútum síðar en Thorstein Helstad jafnaði aftur fyrir Norðmennina og þar við sat. Í F-riðli eru AC Milan og Barcelona örugg áfram í 16-liða úrslitin. AC Milan tók Shakhtar Donetsk í kennslustund á San Siro 4-0, fyrir framan aðeins tæplega 39.000 áhorfendur. Henrnan Crespo og Kaka gerðu sitt hvor tvö mörkin, öll í síðari hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Barcelona og Celtic 1-1 jafntefli á Camp Nou. Samuel Etoo kom heimamönnum yfir á 25. mínútu en John Hartson jafnaði fyrir Skotana á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Í G-riðli er Inter komið áfram eftir 1-1 jafntefli við Werder Bremen á Weserstadion í Bremen. Valerien Ismael kom heimamönnum yfir á 49. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en Obafemi Martins jafnaði fyrir Inter fimm mínútum síðar. Í hinum leiknum gerið Valencia góða ferð til Austurríkis og sigruðu Anderlecht 2-1. Ítalirnir Bernardo Corradi og Marco Di Vaio skoruðu fyrir Spánverjana en Christian Wilhelmsson skoraði fyrir Anderlecht. Í síðustu umferðinni tekur Valencia á móti Werder Bremen í algjörum úrslitaleik um hvort liðið fylgir Inter í 16-liða úrslitin. Í H-riðlinum er gríðarleg spenna. Chelsea eru öryggir áfram þrátt fyrir 0-0 jafntefli gegn PSG á Stamford Bridge í kvöld, en PSG, Porto og CSKA Moskva eiga öll möguleika á að komast áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×