Erlent

Réttað yfir bílstjóra bin Laden

Salim Ahmed Hamdan, fyrrum lífvörður og bílstjóri Osama bin Laden verður fyrsti maðurinn sem réttað verður yfir úr fangelsinu við Guantanamo flóa. Hann viðurkennir að hafa verið bílstjóri bin Laden en segist ekki styðja hryðjuverk. Lögmaður Hamdan segir réttarhöldin yfir honum ganga gegn allri réttarhefð Bandaríkjanna. Ekkert réttlæti að Hamdan hafi verið handtekinn sem stríðsfangi, þar sem hann hafi ekki tekið þátt í ofbeldisverkum eða skipulagt hryðjuverkaárásir. Í ákærunni kemur fram að Hamdan hafi flutt vopn og birgðir til stuðningsmanna Osama bin Laden.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×