Erlent

Læknar sakaðir um pyntingar

Alvarlegar ásakanir um misþyrmingar gagnvart föngum eru settar fram í hinu virta læknatímariti Lancet, á hendur læknum og hjúkrunarfólks innan bandaríkjahers. Þau eru meðal annars sögð hafa tekið þátt í misþyrmingum a föngum í Abu- Graib fangelsinu í Írak. Ásakanirnar eru settar fram í grein prófessors við Háskólann í Minnesota, en hann byggir hana á upplýsingum frá stjórnvöldum. Þær gefa til kynna að heilbrigðisstarfsfólkið beri ábyrgð á slæmri meðferð fanga í Abu Graib fangelsinu í Írak, líkt og fangaverðirnir sem ákærðir hafa verið. Ítrekað hafi verið látið undir höfuð leggjast að tilkynna um eða skrá áverka á föngunum, og hann segir lækna einnig hafa falsað dánarvottorð til hylma yfir voðaverk. Prófessorinn telur fulla ástæðu til að opinber rannsókn fari fram vegna málsins, og jafnframt að framferði lækna og hjúkrunarfólks hersins sem starfa í fangelsum í Afganistan og Kúbu verði rannsakað. Talsmenn Pentagon vísa þessum ásökunum alfarið á bug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×