Erlent

Ítalir gegn umskurði kvenna

Ítalska stjórnin gefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, 1,8 milljón evrur til að koma í veg fyrir að kynfæri ungra stúlkna verði afskræmd. Það svarar til 156,5 milljóna króna. Á hverju ári þurfa um 2 milljónir stúlkna að þola slíkar aðgerðir og áætlað er að um 100 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim þjáist vegna þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef Sameinuðu þjóðanna. Nú liggur fyrir á alþingi Íslendinga frumvarp til laga um bann við umskurði á kynfærum kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×