Erlent

Leiðtogi al-Kaída látinn

Ríkissjónvarpið í Sádí-Arabíu sýndi í morgun myndir af fjórum látnum mönnum sem sagðir voru Abdulaziz al-Muqrin, einn af leiðtogum al-Kaída samtakanna, og þrír liðsmenn hans. Auk þess sagði sjónvarpið að lögregla hefði tólf menn til viðbótar í haldi, grunaða um aðild að samtökunum. Mennirnir eru taldir hafa staðið fyrir árásum á erlenda borgara í landinu undanfarna daga og vikur en varla líður sá dagur í Sádí-Arabíu án þess að gerðar séu árásir á útlendinga, einkum Breta og Bandaríkjamenn. Einn hinna handteknu er talinn hafa skipulagt árás á bandaríska herskipið Cole við Jemen árið 2000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×