Erlent

Dæmdur til lífstíðarfangelsis

Breskur vísindamaður sem hélt uppi skipulegu eftirliti og árásum á hóp opinberra starfsmanna hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis. Kom í ljós við yfirheyrslur að vísindamaðurinn, Richard Jan, átti í persónulegu stríði við ríkisbáknið og tók það út á tugum manna sem störfuðu hér og þar innan ríkisgeirans breska. Gekk málið svo langt að Jan skýrði herferð sína "Þriðju heimsstyrjöldina" og vann hann í sjö ár að því að gera opinbera starfsmenn brottræka úr störfum sínum eða með öðrum hætti koma óorði á alla ríkisstarfsmenn sem hann fann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×