Erlent

Framlengja ekki veru hersveita

Myndbandsupptaka af filipseyskum gísl í Írak var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sést maðurinn biðja Gloriu Macapagal, forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak og þar með þyrma lífi mannsins. Mannræningjarnir hafa hótað að afhöfða gíslinn, verði Filipseyingar ekki við kröfunum. Rétt fyrir fréttir bárust fregnir af því, að stjórnvöld á Filipseyjum hyggist ekki framlengja veru sveita sinna í Írak, í von um að það nægi til að bjarga lífi gíslins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×