Erlent

Prestur flýði af slysstað

Pólskur prestur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Presturinn var fundinn sekur um að hafa keyrt á ellefu ára stúlku og stungið svo af. Nokkrum mínútum síðar lést stúlkan af sárum sínum. Stúlkan hafði orðið fyrir öðrum bíl og lá slösuð á veginum þegar presturinn keyrði á hana á miklum hraða. Þetta þótti sannað þrátt fyrir að presturinn neitaði því að hafa keyrt á stúlkuna. Hann sagðist hafa séð vöruflutningabíl keyra á hana og viðurkenndi að hafa ekki komið stúlkunni til aðstoðar þar sem hún lá á veginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×