Erlent

Segir Bush hafa misnotað 9/11

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir George Bush hafa misnotað sér þjáningar fólks í kjölfar árásanna 11. september 2001 og hann hafi eyðilaggt áratuga viðleitni til þess að ná fram friði í heiminum. Carter segir Bush hafa horfið frá kjarnorkuvopnaáætlunum sem fimm Bandaríkjaforsetar hafi eytt gríðarlegri vinnu í að koma á legg. Það sé synd og skömm að maðurinn sem hafi tekið hræðilegar ákvarðanir í utanríkismálum skuli hamra á því að hann sé best allra til þess fallinn að verja öryggi Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×