Erlent

Súkkulaðið minnkar

Viðbrögð breskra sælgætisframleiðenda við gagnrýni sem þeir hafa sætt vegna vaxandi offituvandamála falla í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá þeim sem finnst of langt gengið og þeim sem finnst ekki nóg gert til að takast á við vandann. Skammtarnir verða minni, dregið verður úr sykri og salti í sælgæti og betri innihaldslýsingar verður að finna á sælgætisumbúðum samkvæmt sjö liða áætlun sælgætisframleiðenda. Einn liður í þessu er sá að stóru súkkulaðistykkin eiga að hverfa að markaði, sum þeirra í það minnsta. Er það svipað og McDonalds skyndibitakeðjan gerði með stærstu skammta sína í kjölfar mikillar gagnrýni sem fyrirtækið sætti. Þeir sem berjast gegn offitu segja áætlanir sælgætisframleiðenda marklausar þar til þau hætti að beina heilsuspillandi afurðum sínum að börnum. Leiðarahöfundi dagblaðsins Daily Telegraph þótti of langt gengið í stjórnsemisátt. "Nú er eitt af því fáa sem maður mátti í hættu, nefnilega að borða frá sér allt vit."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×