Erlent

Kennth enn á lífi segir bróðirinn

Paul Bigley, bróðir Kenneths Bigley, Bretans sem er í haldi mannræningja í Írak, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Kennth sé enn á lífi. Í gær var sagt frá því á íslamskri heimasíðu að Kenneth hefði verið líflátinn líkt og Bandaríkjamennirnir tveir sem voru með honum í haldi. Þetta segir Paul bróðir hans rangt, án þess að vilja nefna heimildarmenn sína. Þá lýsti Paul því einnig yfir að Tony Blair væri hyggilegast að segja af sér, enda væri tími hans liðinn. Stríðið í Írak væri ekki virði eins einasta mannslífs og breytinga væri þörf í utanríkisstefnu Bretlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×