Erlent

Ráku ólöglegt einkafangelsi

Þrír Bandaríkjamenn hafa verið handteknir í Afganistan fyrir að reka þar ólöglegt einkafangelsi. Svo virðist sem Bandaríkjamennirnir hafi svo mánuðum skiptir haldið átta Afgönum í fangelsinu. Við yfirheyrslur sögðu Bandaríkjamennirnir, að þeir hefðu viljað taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þeir munu ekki hafa pyntað fanga sína en beitt þá nokkru ofbeldi. Fangarnir virðast allir hafa verið blásaklausir menn, sem Bandaríkjamennirnir handtóku í útjaðri Kabúl. Þeir gripu einkum skeggjaða karlmenn sem þeir voru vissir um að væru al-Qaeda liðar. Útliðið eitt mun hafa ráðið gjörðum þeirra. Þeir yfirheyrðu svo fangana og reyndu að fá þá til að viðurkenna að þeir tilheyrðu hryðjuverkasamtökum. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×