Sport

Fimm marka sigur á Slóvenum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagði Slóvena að velli með fimm marka mun 39-34 í leik um fimmta sætið á heimsbikarmótinu í handknattleik en leiknum var að ljúka í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Staðan var jöfn í hálfleik 18-18. Róbert Gunnarsson línumaður og Roland Eradze markvörður voru bestu menn liðsins. Róbert skoraði 14 mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Roland varði 22 skot, þar af tvö vítaköst. Íslendingar unnu þrjá leiki á mótinu: gegn Ungverjum, Króötum og Slóvenum og óhætt að segja að Viggó Sigurðsson fari vel af stað með landsliðið. Svíar og Danir leika til úrslita á mótinu í dag klukkan 16 en ekki klukkan 18 eins og áður var auglýst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×