Erlent

Fá að bera vopn á ný

Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að palestínskir lögreglumenn fái að bera vopn. Það hafa þau bannað síðustu þrjú árin. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, samþykkti breytinguna til að hjálpa Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, að koma á röð og reglu á svæðum Palestínumanna. Heimildin kemur í kjölfar mikillar ólgu og óeirða í Palestínu þar sem var einkum deilt um hvernig öryggissveitir Palestínumanna skyldu byggðar upp og undir stjórn hvers þær skyldu vera. Ákvörðun Ísraela þykir auðvelda Qureia starf sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×