Valur styrkir stöðu sína 7. ágúst 2004 00:01 Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti