Valur styrkir stöðu sína 7. ágúst 2004 00:01 Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira