Erlent

Sprengja á veitingahúsi í Pakistan

Að minnsta kosti sjö létust og 50særðust í tveimur sprengingum sem urðu með nokkurra mínútna millibili í borginni Karachi í Pakistan í dag. Sprengjurnar voru festar við tvö mótorhjól sem lagt var fyrir utan veitingastað. Ítrekaðar árásir hafa verið gerðar í þessari 14 milljón manna borg, síðan Pakistan gekk til liðs við stríðið gegn hryðjuverkum árið 2001. Lögreglan segir íslamska öfgahópa og hópa tengda al Qaeda standa fyrir flestum árásunum. Varðhringur hefur verið settur í kringum svæðið sem sprengt var upp í dag en veitingahúsið sem varð verst úti stendur beint á móti lögreglustöð og fastagestir á því eru nemendur í nærliggjandi íslömskum skóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×