Áhrif umhverfis á sköpunargáfu 29. júní 2004 00:01 "Það hafa svo fáar rannsóknir í gervigreind verið gerðar um sköpunargáfuna," segir Hrafn Þorri Þórisson, 20 ára fjölbrautaskólanemi, sem fór með sigur úr býtum í keppni ungra vísindamanna sem haldin var á vegum Háskóla Íslands í vor. Verkefni Hrafns hefur vakið athygli en það fjallaði um áhrif umhverfisins á sköpunargáfuna. "Ég bjó til hermilíkan af veröld þar sem umhverfið lýtur ákveðnum reglum eins og náttúran okkar. Í þessum gerviheimi búa skordýr og á löngu tímabili þróa þau með sér hæfileika og búa til ráðagerðir og plön með sérstökum útbúnaði í heilanum." Tilgátuna í rannsókninni segir Hrafn vera þá að því flóknari sem umhverfið sé þeim mun meiri möguleika hafi dýrin sem lifa þar til að skapa eitthvað nýtt að eigin frumkvæði. "Ef við setjum okkur í spor örvera þá er umhverfi þeirra einn risastór húðflötur, ólíkt okkar umhverfi sem býður upp á að við þurfum að sjá og skynja form. Þannig má álykta að stærðin og formið á okkur manneskjunum, miðað við umhverfi okkar, geti verið stór partur af því að við höfum þróað með okkur þann heila sem við höfum og að þar liggi ástæðan fyrir því að við séu svona uppátækjasöm og klár." Hrafni þykir sköpunargáfan merkilegt fyrirbæri. "Tölvur eru með reiknigetu á við okkur en það vantar í þær allt frumkvæði. Ef við gætum gefið tölvunum sköpunargáfu þá gætu þær án efa komið okkur verulega á óvart," segir Hrafn sem útilokar ekki að tölvur framtíðarinnar komi til með að búa yfir sköpunargáfu. Rannsóknir Hrafns hafa vakið athygli út fyrir landsteinana og honum hefur verið boðið að fjalla um hugmyndir sínar á vísindaráðstefnu sem haldin verður á Spáni í ágúst. Keppnin sem haldin er á vegum Háskóla Íslands hér heima er forkeppni fyrir alþjóðlega vísindakeppni ungs fólk og til að taka þátt í þeirri keppni heldur Hrafn til Írlands í lok september. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
"Það hafa svo fáar rannsóknir í gervigreind verið gerðar um sköpunargáfuna," segir Hrafn Þorri Þórisson, 20 ára fjölbrautaskólanemi, sem fór með sigur úr býtum í keppni ungra vísindamanna sem haldin var á vegum Háskóla Íslands í vor. Verkefni Hrafns hefur vakið athygli en það fjallaði um áhrif umhverfisins á sköpunargáfuna. "Ég bjó til hermilíkan af veröld þar sem umhverfið lýtur ákveðnum reglum eins og náttúran okkar. Í þessum gerviheimi búa skordýr og á löngu tímabili þróa þau með sér hæfileika og búa til ráðagerðir og plön með sérstökum útbúnaði í heilanum." Tilgátuna í rannsókninni segir Hrafn vera þá að því flóknari sem umhverfið sé þeim mun meiri möguleika hafi dýrin sem lifa þar til að skapa eitthvað nýtt að eigin frumkvæði. "Ef við setjum okkur í spor örvera þá er umhverfi þeirra einn risastór húðflötur, ólíkt okkar umhverfi sem býður upp á að við þurfum að sjá og skynja form. Þannig má álykta að stærðin og formið á okkur manneskjunum, miðað við umhverfi okkar, geti verið stór partur af því að við höfum þróað með okkur þann heila sem við höfum og að þar liggi ástæðan fyrir því að við séu svona uppátækjasöm og klár." Hrafni þykir sköpunargáfan merkilegt fyrirbæri. "Tölvur eru með reiknigetu á við okkur en það vantar í þær allt frumkvæði. Ef við gætum gefið tölvunum sköpunargáfu þá gætu þær án efa komið okkur verulega á óvart," segir Hrafn sem útilokar ekki að tölvur framtíðarinnar komi til með að búa yfir sköpunargáfu. Rannsóknir Hrafns hafa vakið athygli út fyrir landsteinana og honum hefur verið boðið að fjalla um hugmyndir sínar á vísindaráðstefnu sem haldin verður á Spáni í ágúst. Keppnin sem haldin er á vegum Háskóla Íslands hér heima er forkeppni fyrir alþjóðlega vísindakeppni ungs fólk og til að taka þátt í þeirri keppni heldur Hrafn til Írlands í lok september.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira