Erlent

Tíu milljónir skráðar á kjörskrá

"Þetta sýnir mikinn vilja afgönsku þjóðarinnar til að taka þátt í kosningunum," sagði Manoel de Almeida e Silva, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, þegar hann greindi frá því að nær tíu milljónir manna og kvenna hefðu skráð sig á kjörskrá. Ekki liggur fyrir hversu margir landsmenn eru og því ekki vitað hversu stórt hlutfall hefur skráð sig á kjörskrá. Forsetakosningar fara fram eftir tæpa tvo mánuði og er frestur til að skrá sig á kjörskrá runninn út. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í júní síðastliðnum en hefur verið frestað þar sem öryggi þátttakenda hefur ekki verið tryggt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×