Erlent

Írakskur drengur í aðgerð í Japan

Írakskur drengur, sem missti nærri sjón í stríðinu en hlaut meðferð í Japan, hitti í morgun ekkju japanska blaðamannsins sem sá til þess að hann hlaut aðstoð. Mohamad Sale er tíu ára gamall piltur frá borginni Fallujah. Blaðamaðurinn, Shinsuke Hashide, rakst á drenginn í Írak og kenndi í brjósti um hann. Hann sá því til þess að Mohamad var boðið til Japans þar sem hann gekkst undir aðgerð á föstudaginn. Blaðamaðurinn var hins vegar skotinn til bana suður af Bagdad í lok maí. Mohamad líður að sögn vel eftir aðgerðina og hitti í morgun ekkjuna og þakkaði henni fyrir sig. Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst náið með Mohamad sem er afar ánægður í Japan þar sem hann hefur verið í fríi með fjölskyldu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×