Viðskipti Baldur kærir til Mannréttindadómstóls Evrópu Baldur Guðlaugsson hefur áfrýjað dómi Hæstaréttar Íslands til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í yfirlýsingu sem barst frá lögmannsstofunni Lex fyrir hönd Baldurs eru tilgrein fimm atriði sem Baldur telur að standist ekki. Viðskipti innlent 2.3.2012 15:19 Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Marorku til þýskalands Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur selt 14,9 % hlut sinn í Marorku ehf til þýska fjárfestingafélagsins Mayfair. Nýsköpunarsjóður fjárfesti í Marorku árið 2006 til að fjármagna fyrstu skref Marorku á alþjóðlegum markaði. Viðskipti innlent 2.3.2012 11:48 Losun gjaldeyrishafta er lykilatriði fyrir Ísland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að lykilatriði sé fyrir Ísland að ná að losa um gjaldeyrishöftin. "Það er engin auðveld lausn á þessu vandamáli. Það er fyrir hendi áætlun um losun haftanna og það skiptir máli að allir þeir sem koma að því að losa um höftin, séu einbeittir á verkefnið,“ sagði Julie Kozcak, sem hefur séð um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í viðtali við fréttastofu í morgun. Viðskipti erlent 2.3.2012 11:03 Skúli hættir að verja Gunnar vegna trúnaðarbrests Skúli Bjarnason hrl., sem hefur gætt hagsmuna Gunnars Þ. Andersen, hefur sagt sig frá málinu vegna trúnaðarbrests. Í yfirlýsingu sem Skúli sendi frá sér fyrir skömmu segir að nýja upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, hafi komið sér í algerlega opna skjöldu og séu til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg. Viðskipti innlent 2.3.2012 10:53 Íslandsbanki gefur aftur út sértryggð skuldabréf Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja flokka sértryggðra skuldabréfa í Kauphöllinni. Íslandsbanki gaf út slík bréf í desember s.l. og var fyrsta fjármálafyrirtækið síðan í nóvember 2008 til að gera slíkt. Viðskipti innlent 2.3.2012 10:21 Skarphéðinn fær 300 þúsund í miskabætur Athafnamanninum Skarphéðni Berg Steinarssyni voru dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti Íslands í gær. Skarphéðinn stefndi íslenska ríkinu vegna kyrrsetninga á eignum hans vegna rannsóknar á bókhaldi og skattskilum FL Group hf., nú Stoða. Viðskipti innlent 2.3.2012 10:12 FME: Tryggja skal fullar endurgreiðslur vegna gengislána Í framhaldi af gengislánadómi Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) beint þeim tilmælum til lánastofnanna að þær meti hvort rétt sé að senda frekari greiðsluseðla til slíkra skuldara, og tryggja skuldurum sem reynast hafa ofgreitt miðað við nýjan endurreikning fullar endurgreiðslur. Viðskipti innlent 2.3.2012 07:57 Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ber fullt traust til stjórnar FME Að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), með brottrekstri forstjórans Gunnars Andersen, gert það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp og nýtur stjórnin fulls trausts ráðuneytisins. Viðskipti innlent 2.3.2012 07:22 Ókeypis að taka húsnæðislán með breytilegum vöxtum í Danmörku Vextir á breytilegum húsnæðislánum í Danmörku, svokölluðum flexlánum, eru nú orðnir það lágir að það er orðið ókeypis fyrir íbúðaeigendur að taka slík lán. Viðskipti erlent 2.3.2012 07:19 Röng frétt olli því að heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp Mikill taugatitringur er á olíumörkuðum heimsins. Röng frétt í arabískum fjölmiðlum olli því að heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gærkvöldi. Viðskipti erlent 2.3.2012 07:04 Gera ráð fyrir mikilli verðbólgu og hækkun stýrivaxta Íslenskir markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólgan verði áfram mikil næstu tvö árin og að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir talsvert á þessu ári. Viðskipti innlent 2.3.2012 06:59 Seðlabanki Kanada tilbúinn í formlegar viðræður við Íslendinga Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi segir að Seðlabanki Kanada sé tilbúinn í formlegar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar sem gjaldmiðil verði farið fram á slíkt. Viðskipti innlent 2.3.2012 06:47 Kínverskir ferðamenn geta greitt með korti Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tókust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki heims. Kínverskir ferðamenn þurftu áður að nota peninga. Viðskipti innlent 2.3.2012 05:00 Gæti tekið mánuði að klára endurútreikninga gengislána Samruni Íslandsbanka og Byrs, sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði, verður að fullu frágenginn um helgina. Við það mun efnahagsreikningur Íslandsbanka stækka um fimmtung. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samrunaferlið hafa gengið sérlega vel. "Það er mjög flókið ferli að flytja viðskipti eins banka yfir á annan, upplýsingatæknilega séð. Við erum búin að sameina fimm útibú og breyttum Byr-útibúinu í Hraunbæ í Íslandsbankaútibú. Þó að tæknilegi þátturinn skipti gríðarlega miklu máli þá skiptir ekki síður máli hversu jákvætt starfsfólkið hefur verið í garð sameiningarinnar. Viðskipti innlent 2.3.2012 03:15 Ætla að reisa 200 nýjar íbúðir Húsnæðisamvinnufélagið Búseti hyggst reisa um 200 litlar og meðalstórar íbúðir í Holtunum í miðborg Reykjavíkur. Búseti keypti lóð og byggingarrétt á svæðinu á 550 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Búseta segir að tilkoma íbúðanna verði bylting fyrir félagið og íbúa á svæðinu. Viðskipti innlent 1.3.2012 20:45 Krefst svara vegna uppsagnar Gunnars Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 1.3.2012 19:54 Skuldastaða þjóðarbúsins nam 9200 milljörðum Hrein neikvæð staða þjóðarbúsins nam 9227 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4434 milljörðum króna en skuldirnar námu 13661 milljörðum króna. Nettóskuldir þjóðarbúsins voru 49 milljörðum króna lægri við lok fjórða ársfjórðungs miðað við fjórðunginn á undan. Viðskipti innlent 1.3.2012 17:54 Blikur á lofti - Erindi Feldstein í heild sinni Dr. Martin Feldstein, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, segir blikur vera á lofti í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Í Bandaríkjunum sé viðvarandi vandamál á fasteignamarkaðnum, sökum mikillar skuldsetningar margra þeirra sem keypt hafa húsnæði á síðustu árum. Auk þess sé staða efnahagsmála viðkvæm og halda þurfi vel á spöðunum, ekki síst í Evrópu, ef ekki eigi illa að fara. Þetta kom fram í erindi Feldsteins á ráðstefnu Landsbankans á Hótel Nordica í dag, en þar var fjallað um stöðu efnahagsmála vítt og breitt, og hvert stefndi í þeim efnum. Viðskipti innlent 1.3.2012 17:48 Apple stærra en Pólland Virði tæknifyrirtækisins Apple er nú meira en verg landsframleiðsla Póllands. Verðmæti fyrirtækisins, miðað við síðustu viðskipti með hlutabréf þess, er rúmlega 500 milljarðar dollarar. Viðskipti erlent 1.3.2012 16:02 Samstarf Iceland Express og Holidays Czech Airlines framlengt Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst. Viðskipti innlent 1.3.2012 15:50 Á að hafa aflað sér gagna um fjármál þingmanns með ólögmætum hætti Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að kæra Gunnar Andersen forstjóra stofnunarinnar til lögreglu fyrir að afla sér gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns með ólögmætum hætti. Starfsmaður Landsbankans mun samkvæmt heimildum hafa komið með gögnin heim til Gunnars í fyrradag. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Viðskipti innlent 1.3.2012 15:05 Philippe Girardon kokkar í Perlunni Árlegur Food&Fun matseðill Perlunnar verður að þessu sinni útbúinn af matreiðslumeistaranum Philippe Girardon. Food&Fun hófst á hlaupársdag 29. febrúar og lýkur sunnudaginn 4. mars. Kynningar 1.3.2012 15:01 Acta lögmannsstofa flutt í Turninn í Kópavogi Lögmannsstofan Acta hefur flutt í nýtt húsnæði í Turninum í Kópavogi. Fjölgað hefur í eigendahópi stofunnar og eru eigendurnir nú sex talsins. Viðskipti innlent 1.3.2012 14:18 365 og Síminn undirrita samkomulag um Fjölvarpið Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu í dag undir samkomulag sem gerir 365 miðlum kleift að dreifa öllu sjónvarpsefni félagsins um kerfi Símans. Til þessa hefur verið samkomulag í gildi um dreifingu, Stöðvar 2, Stöðvar 2 extra, Stöðvar 2 bíó og Sportstöðva Stöðvar 2, en Fjölvarp Stöðvar 2 hefur verið undanskilið. Viðskipti innlent 1.3.2012 14:15 Höskuldur Ásgeirsson hættir í Hörpu Höskuldur Ásgeirsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri fasteignafélags og rekstrarfélags Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og tengdra félaga frá og með 1. febrúar 2012. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu á miðju ári 2009 eftir endurskipulagningu verkefnisins við framkvæmdir og undirbúning rekstrar Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Viðskipti innlent 1.3.2012 14:06 "Þetta er framtíð tölvunotkunar" Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, var opinberað í gær. Fyrstu viðbrögð frá sérfræðingum og neytendum eru afar jákvæð. Viðskipti erlent 1.3.2012 14:01 Raspberry Pi seldist upp á nokkrum mínútum Tölvunni Raspberry Pi var tekið með opnum örmum þegar hún fór í almenna sölu í gær. Hún seldist upp á nokkrum mínútum og eru framleiðendur hennar í skýjunum. Viðskipti erlent 1.3.2012 12:47 Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram aukast og mælist nú 10.7%. Samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins eru nú 16.9 milljón manns án atvinnu á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 1.3.2012 12:45 Eimskip kaupir Íssysturnar Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem byggð voru í Árósum í Danmörku. Eimskip hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikilvægur hlekkur í frysti- og kæliflutningum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi. Viðskipti innlent 1.3.2012 10:44 Borgun semur við kínverskan kreditkortarisa Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortarisann Union Pay og býður nú viðskiptavinum sínum upp á færsluhirðingu á hinum kínversku kortum. Til þessa hefur íslenskum þjónustuaðilum ekki verið fært að taka á móti kortum frá Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. Viðskipti innlent 1.3.2012 10:39 « ‹ ›
Baldur kærir til Mannréttindadómstóls Evrópu Baldur Guðlaugsson hefur áfrýjað dómi Hæstaréttar Íslands til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í yfirlýsingu sem barst frá lögmannsstofunni Lex fyrir hönd Baldurs eru tilgrein fimm atriði sem Baldur telur að standist ekki. Viðskipti innlent 2.3.2012 15:19
Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Marorku til þýskalands Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur selt 14,9 % hlut sinn í Marorku ehf til þýska fjárfestingafélagsins Mayfair. Nýsköpunarsjóður fjárfesti í Marorku árið 2006 til að fjármagna fyrstu skref Marorku á alþjóðlegum markaði. Viðskipti innlent 2.3.2012 11:48
Losun gjaldeyrishafta er lykilatriði fyrir Ísland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að lykilatriði sé fyrir Ísland að ná að losa um gjaldeyrishöftin. "Það er engin auðveld lausn á þessu vandamáli. Það er fyrir hendi áætlun um losun haftanna og það skiptir máli að allir þeir sem koma að því að losa um höftin, séu einbeittir á verkefnið,“ sagði Julie Kozcak, sem hefur séð um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í viðtali við fréttastofu í morgun. Viðskipti erlent 2.3.2012 11:03
Skúli hættir að verja Gunnar vegna trúnaðarbrests Skúli Bjarnason hrl., sem hefur gætt hagsmuna Gunnars Þ. Andersen, hefur sagt sig frá málinu vegna trúnaðarbrests. Í yfirlýsingu sem Skúli sendi frá sér fyrir skömmu segir að nýja upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, hafi komið sér í algerlega opna skjöldu og séu til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg. Viðskipti innlent 2.3.2012 10:53
Íslandsbanki gefur aftur út sértryggð skuldabréf Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja flokka sértryggðra skuldabréfa í Kauphöllinni. Íslandsbanki gaf út slík bréf í desember s.l. og var fyrsta fjármálafyrirtækið síðan í nóvember 2008 til að gera slíkt. Viðskipti innlent 2.3.2012 10:21
Skarphéðinn fær 300 þúsund í miskabætur Athafnamanninum Skarphéðni Berg Steinarssyni voru dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti Íslands í gær. Skarphéðinn stefndi íslenska ríkinu vegna kyrrsetninga á eignum hans vegna rannsóknar á bókhaldi og skattskilum FL Group hf., nú Stoða. Viðskipti innlent 2.3.2012 10:12
FME: Tryggja skal fullar endurgreiðslur vegna gengislána Í framhaldi af gengislánadómi Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) beint þeim tilmælum til lánastofnanna að þær meti hvort rétt sé að senda frekari greiðsluseðla til slíkra skuldara, og tryggja skuldurum sem reynast hafa ofgreitt miðað við nýjan endurreikning fullar endurgreiðslur. Viðskipti innlent 2.3.2012 07:57
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ber fullt traust til stjórnar FME Að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), með brottrekstri forstjórans Gunnars Andersen, gert það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp og nýtur stjórnin fulls trausts ráðuneytisins. Viðskipti innlent 2.3.2012 07:22
Ókeypis að taka húsnæðislán með breytilegum vöxtum í Danmörku Vextir á breytilegum húsnæðislánum í Danmörku, svokölluðum flexlánum, eru nú orðnir það lágir að það er orðið ókeypis fyrir íbúðaeigendur að taka slík lán. Viðskipti erlent 2.3.2012 07:19
Röng frétt olli því að heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp Mikill taugatitringur er á olíumörkuðum heimsins. Röng frétt í arabískum fjölmiðlum olli því að heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gærkvöldi. Viðskipti erlent 2.3.2012 07:04
Gera ráð fyrir mikilli verðbólgu og hækkun stýrivaxta Íslenskir markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólgan verði áfram mikil næstu tvö árin og að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir talsvert á þessu ári. Viðskipti innlent 2.3.2012 06:59
Seðlabanki Kanada tilbúinn í formlegar viðræður við Íslendinga Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi segir að Seðlabanki Kanada sé tilbúinn í formlegar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar sem gjaldmiðil verði farið fram á slíkt. Viðskipti innlent 2.3.2012 06:47
Kínverskir ferðamenn geta greitt með korti Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tókust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki heims. Kínverskir ferðamenn þurftu áður að nota peninga. Viðskipti innlent 2.3.2012 05:00
Gæti tekið mánuði að klára endurútreikninga gengislána Samruni Íslandsbanka og Byrs, sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði, verður að fullu frágenginn um helgina. Við það mun efnahagsreikningur Íslandsbanka stækka um fimmtung. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samrunaferlið hafa gengið sérlega vel. "Það er mjög flókið ferli að flytja viðskipti eins banka yfir á annan, upplýsingatæknilega séð. Við erum búin að sameina fimm útibú og breyttum Byr-útibúinu í Hraunbæ í Íslandsbankaútibú. Þó að tæknilegi þátturinn skipti gríðarlega miklu máli þá skiptir ekki síður máli hversu jákvætt starfsfólkið hefur verið í garð sameiningarinnar. Viðskipti innlent 2.3.2012 03:15
Ætla að reisa 200 nýjar íbúðir Húsnæðisamvinnufélagið Búseti hyggst reisa um 200 litlar og meðalstórar íbúðir í Holtunum í miðborg Reykjavíkur. Búseti keypti lóð og byggingarrétt á svæðinu á 550 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Búseta segir að tilkoma íbúðanna verði bylting fyrir félagið og íbúa á svæðinu. Viðskipti innlent 1.3.2012 20:45
Krefst svara vegna uppsagnar Gunnars Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 1.3.2012 19:54
Skuldastaða þjóðarbúsins nam 9200 milljörðum Hrein neikvæð staða þjóðarbúsins nam 9227 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4434 milljörðum króna en skuldirnar námu 13661 milljörðum króna. Nettóskuldir þjóðarbúsins voru 49 milljörðum króna lægri við lok fjórða ársfjórðungs miðað við fjórðunginn á undan. Viðskipti innlent 1.3.2012 17:54
Blikur á lofti - Erindi Feldstein í heild sinni Dr. Martin Feldstein, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, segir blikur vera á lofti í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Í Bandaríkjunum sé viðvarandi vandamál á fasteignamarkaðnum, sökum mikillar skuldsetningar margra þeirra sem keypt hafa húsnæði á síðustu árum. Auk þess sé staða efnahagsmála viðkvæm og halda þurfi vel á spöðunum, ekki síst í Evrópu, ef ekki eigi illa að fara. Þetta kom fram í erindi Feldsteins á ráðstefnu Landsbankans á Hótel Nordica í dag, en þar var fjallað um stöðu efnahagsmála vítt og breitt, og hvert stefndi í þeim efnum. Viðskipti innlent 1.3.2012 17:48
Apple stærra en Pólland Virði tæknifyrirtækisins Apple er nú meira en verg landsframleiðsla Póllands. Verðmæti fyrirtækisins, miðað við síðustu viðskipti með hlutabréf þess, er rúmlega 500 milljarðar dollarar. Viðskipti erlent 1.3.2012 16:02
Samstarf Iceland Express og Holidays Czech Airlines framlengt Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst. Viðskipti innlent 1.3.2012 15:50
Á að hafa aflað sér gagna um fjármál þingmanns með ólögmætum hætti Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að kæra Gunnar Andersen forstjóra stofnunarinnar til lögreglu fyrir að afla sér gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns með ólögmætum hætti. Starfsmaður Landsbankans mun samkvæmt heimildum hafa komið með gögnin heim til Gunnars í fyrradag. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Viðskipti innlent 1.3.2012 15:05
Philippe Girardon kokkar í Perlunni Árlegur Food&Fun matseðill Perlunnar verður að þessu sinni útbúinn af matreiðslumeistaranum Philippe Girardon. Food&Fun hófst á hlaupársdag 29. febrúar og lýkur sunnudaginn 4. mars. Kynningar 1.3.2012 15:01
Acta lögmannsstofa flutt í Turninn í Kópavogi Lögmannsstofan Acta hefur flutt í nýtt húsnæði í Turninum í Kópavogi. Fjölgað hefur í eigendahópi stofunnar og eru eigendurnir nú sex talsins. Viðskipti innlent 1.3.2012 14:18
365 og Síminn undirrita samkomulag um Fjölvarpið Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu í dag undir samkomulag sem gerir 365 miðlum kleift að dreifa öllu sjónvarpsefni félagsins um kerfi Símans. Til þessa hefur verið samkomulag í gildi um dreifingu, Stöðvar 2, Stöðvar 2 extra, Stöðvar 2 bíó og Sportstöðva Stöðvar 2, en Fjölvarp Stöðvar 2 hefur verið undanskilið. Viðskipti innlent 1.3.2012 14:15
Höskuldur Ásgeirsson hættir í Hörpu Höskuldur Ásgeirsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri fasteignafélags og rekstrarfélags Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og tengdra félaga frá og með 1. febrúar 2012. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu á miðju ári 2009 eftir endurskipulagningu verkefnisins við framkvæmdir og undirbúning rekstrar Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Viðskipti innlent 1.3.2012 14:06
"Þetta er framtíð tölvunotkunar" Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, var opinberað í gær. Fyrstu viðbrögð frá sérfræðingum og neytendum eru afar jákvæð. Viðskipti erlent 1.3.2012 14:01
Raspberry Pi seldist upp á nokkrum mínútum Tölvunni Raspberry Pi var tekið með opnum örmum þegar hún fór í almenna sölu í gær. Hún seldist upp á nokkrum mínútum og eru framleiðendur hennar í skýjunum. Viðskipti erlent 1.3.2012 12:47
Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram aukast og mælist nú 10.7%. Samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins eru nú 16.9 milljón manns án atvinnu á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 1.3.2012 12:45
Eimskip kaupir Íssysturnar Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem byggð voru í Árósum í Danmörku. Eimskip hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikilvægur hlekkur í frysti- og kæliflutningum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi. Viðskipti innlent 1.3.2012 10:44
Borgun semur við kínverskan kreditkortarisa Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortarisann Union Pay og býður nú viðskiptavinum sínum upp á færsluhirðingu á hinum kínversku kortum. Til þessa hefur íslenskum þjónustuaðilum ekki verið fært að taka á móti kortum frá Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. Viðskipti innlent 1.3.2012 10:39